Fyrirtækið

Hlutverk Djúpkalks ehf. verður að sækja og vinna kalkþörungaset úr Ísafjarðardjúpi og þurrka í mjöl og aðrar afurðir í um 4000 fm2 verksmiðju í Súðavík og flytja til markaða á meginlandi Evrópu og í Miðausturlöndum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 120 þúsund tonn á ári.

March 26, 2020

Um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni

Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps skrifaði áhugaverða grein á Vísi.is 13. mars þar sem hann fjallar um uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þá sérstaklega þau áform sveitarfélagsins að reisa kalkþörungaverksmiðju í Álftafirði sem hafist var handa við undirbúning á 2014 og raunar fyrr enda þótt lítið sem ekkert hafi gerst síðan þá þótt miklum fjármunum hafi verið varið til verkefnisins. Allt strandi á stjórnsýslustofnunum.

LESA MEIRA
March 18, 2020

Sveitarstjórn vill hraða leyfisveitingum fyrir Djúpkalk

Í frétt Bæjarins besta þann 17. mars, segir að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hafi lagt á það ríka áherslu á fundi sínum föstudaginn 13. mars að stjórnvöld hraði því að afgreiða skipulagsmál og leyfavinnu vegna kalkþörungaverksmiðjunnar í Álftafirði.

LESA MEIRA

Framleiðslan

Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir við byggingu verksmiðju Djúpkalks á landfyllungu við Langeyri á Súðavík 2019 og að verksmiðjan taki til starfa síðlá árs 2020. Áætlað er að í fyrstu muni verksmiðjan skapa 12 heilsársstörf en að þau verði um 25 þegar hún hefur náð fullum afköstum. Raforkuþörf verksmiðjunnar undir fullum afköstum verður um 12 megawött.