Í frétt Bæjarins besta þann 17. mars, segir að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hafi lagt á það ríka áherslu á fundi sínum föstudaginn 13. mars að stjórnvöld hraði því að afgreiða skipulagsmál og leyfavinnu vegna kalkþörungaverksmiðjunnar í Álftafirði.
Í drögum að samgönguáætlun til 2024 er m.a. gert ráð fyrir að verja 273 milljónum króna til gerðar 80 metra langs stálþils vegna nýs viðlegukants á iðnaðarsvæðinu við Langeyri í Súðavík sem ljúka á 2022.
Nýlega var fjallað um raforkukostnað íbúa í Súðavík í Ríkissjónvarpinu þar sem fram kom að fjölskylda sem rætt var við greiddi um 10 þúsund krónum meira á mánuði fyrir hita og rafmagn en þau hjónin hefðu gert fyrir sunnan þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu vestur. Málið leiðir hugann að viðtali sem fréttastofa RÚV átti í nóvember við sveitarstjóra Súðavíkurhrepps um fyrirhugaða verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins sem reist verður á næstu misserum á iðnaðarsvæðinu á Langeyri, innan við þorpið.
Í viðtali við Morgunblaðið 13. nóvember kom fram í máli Péturs G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, að fyrirhuguð verksmiðja Kalkþörungafélagsins muni breyta atvinnuháttum á svæðinu. Pétur segir verkefnið stórt og að það muni hafa í för með sér ákveðna breytingu á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en jafnframt treysta stoðir þess.
Í viðtali við vef Bæjarins besta þann 15. nóvember gerði Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, nokkra grein fyrir þeim yfirstandandi og umliðnu fjárfestingum sem félagið hefur ráðist í undanfarin misseri á Bíldudal og þau verkefni sem fram undan eru í Súðavík þar sem fyrirhugað er að reisa nýja verksmiðju til vinnslu kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt einróma að fyrirhuguð kalkþörungaverksmiðja Íslenska kalkþörungafélagsins verði valinn staður í krika Langeyrar sem er skipulagt iðnaðarsvæði í ákjósanlegri fjarlægð frá sjálfri íbúabyggðinni í þorpinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar mismunandi valkostagreininga sem Vegagerðin vann að ósk sveitarfélagsins.
Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðinn forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í eigu írska félagsins Marigot. Íslenska kalkþörungafélagið rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, Ískalk, og hyggur einnig á fjárfestingu í sambærilegri verksmiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk Deltagen; verksmiðju í Stykkishólmi sem vinna mun afurðir úr þangi og þara úr Breiðafirði.
Frummatsskýrsla að kalkþörungaverksmiðju á Súðavík var kynnt íbúum Súðavíkurhrepps á fundi í október á síðasta ári. Að fengnum fjölda ábendinga umsagnar- og hagsmunaaðila hefur verið unnið að frekari þróun verkefnisins fyrir næstu útgáfu skýrslunnar sem kynnt verður innan tíðar.
Marigot, móðurfélag Djúpkalks, hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku í tengslum við fyrirhugaða kalkþörungaverksmiðju Marigot í Súðavík.