Til baka
December 21, 2018

Kalkþörungaverksmiðja mun treysta stoðir sveitarfélagsins

Í viðtali við Morgunblaðið 13. nóvember kom fram í máli Péturs G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, að fyrirhuguð verksmiðja Kalkþörungafélagsins muni breyta atvinnuháttum á svæðinu. Pétur segir verkefnið stórt og að það muni hafa í för með sér ákveðna breytingu á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en jafnframt treysta stoðir þess.

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við gerð hafn­arkants,land­fyll­ingar og grjótvarn­argarðs til að gera svæðið tilbúið fyrir byggingafræmdir við kalkþör­unga­verk­smiðju á iðnaðarsvæðinu og er kostnaðurinn áætlaður um 500 mkr. að því er fram kemur í Morgunblaðinu 13. nóvember. Jafnframt segir að sveitarstjórnin áætli að 280 millj­ón­ir fari í hafn­arkant sem verði styrk­ur af hálfu rík­is­ins og það sem út af standi, um 250-300 mkr. komi í hlut sveit­ar­fé­lags­ins að fjármagna. Á bæjarvef BB.is 20. desember segir að gert sé ráð fyrir að sveitarfélagið fjármagni þær framkvæmdir með lántöku sem verði endurgreitt með hafnargjöldum sem Kalkþörungafélagið [þ.e. Djúpkalk] muni greiða. Að frátöldum kostnaði hreppsins vegna verkefna sem tengjast Djúpkalki ráðgerir sveitarfélagið að verja um 21 milljón króna á árinu 2019 við ýmis viðhaldsverkefni í hreppnum.

Viljayfirlýsing um kaup á raforku

Marigot, móðurfélag Djúpkalks, hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta mega­vött­um af raf­orku í tengsl­um við fyr­ir­hugaða kalkþör­unga­verk­smiðju Marigot í Súðavík.

LESA MEIRA

Hugmyndin kynnt íbúum

Frummatsskýrsla að kalkþörungaverksmiðju á Súðavík var kynnt íbúum Súðavíkurhrepps á fundi í október á síðasta ári. Að fengnum fjölda ábendinga umsagnar- og hagsmunaaðila hefur verið unnið að frekari þróun verkefnisins fyrir næstu útgáfu skýrslunnar sem kynnt verður innan tíðar.

LESA MEIRA

Halldór Halldórsson fer fyrir Íslenska kalkþörungafélaginu á Íslandi

Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðinn forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í eigu írska félagsins Marigot. Íslenska kalkþörungafélagið rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, Ískalk, og hyggur einnig á fjárfestingu í sambærilegri verksmiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk Deltagen; verksmiðju í Stykkishólmi sem vinna mun afurðir úr þangi og þara úr Breiðafirði.

LESA MEIRA